Hvernig virka þrýstingsokkarnir?

 

Þrýstingssokkar auka blóðflæði í fótleggjum með því að gefa stigvaxandi þrýsting upp fótlegginn. Þessi þrýstingur hjálpar til við að ýta blóðinu aftur upp frá fótunum og minnkar þannig bólgur og verki og eykur orku og vellíðu.

 

 

Eru allir þrýstingssokkar hentugir í heilsuiðkun?

 

Þegar leitað er eftir þrýstingssokkum til heilsuiðkunar er mikilvægt að velja vel. Þrýstingssokkar fyrir heilsuiðkun eru ekki sömu þrýstingssokkarnir og amma gamla notar í þeim tilgangi að losna við bjúg í fótum.

Hvaða lykilatriði þarf að hafa í huga þegar kemur að þrýstingssokkum fyrir heilsuiðkun?

 

- Veldu þrýstingssokka sem eru með svokölluðum læknisfræðilegum þrýstingi. Þá getur þú verið örugg/-ur að þrýstingurinn sé réttur og hjálpi til við að auka blóðflæðið í stað þess að hindra það.

 

- Veldu þrýstingssokka sem anda vel. Þú eykur hættuna á hælsæri eða öðrum sárum á fótum ef fætur eru rakir eða blautir.

 

- Veldu þrýstingssokka sem eru með auknum stuðningi undir hæl og il, það dregur úr þreytu.

 

- Veldu þrýstingssokka með flötum saum hjá tám til að auka þægindi.

Hvað eru þrýstingssokkar og hvað gera þeir?

Title

Hvernig virka þrýstingsokkarnir?

Þrýstingssokkar auka blóðflæði í fótleggjum með því að gefa stigvaxandi þrýsting upp fótlegginn. Þessi þrýstingur hjálpar til við að ýta blóðinu aftur upp frá fótunum og minnkar þannig bólgur og verki og eykur orku og vellíðun.

 

 

Eru allir þrýstingssokkar hentugir í heilsuiðkun?

Þegar leitað er eftir þrýstingssokkum til heilsuiðkunar er mikilvægt að velja vel. Þrýstingssokkar fyrir heilsuiðkun eru ekki sömu þrýstingssokkarnir og amma gamla notar í þeim tilgangi að losna við bjúg í fótum.

Hvaða lykilatriði þarf að hafa í huga þegar kemur að þrýstingssokkum fyrir heilsuiðkun?

 

- Veldu þrýstingssokka sem eru með svokölluðum læknisfræðilegum þrýstingi. Þá getur þú verið örugg/-ur að þrýstingurinn sé réttur og hjálpi til við að auka blóðflæðið í stað þess að hindra það.

 

- Veldu þrýstingssokka sem anda vel. Þú eykur hættuna á hælsæri eða öðrum sárum á fótum ef fætur eru rakir eða blautir.

 

- Veldu þrýstingssokka sem eru með auknum stuðningi undir hæl og il, það dregur úr þreytu.

 

- Veldu þrýstingssokka með flötum saum hjá tám til að auka þægindi.

Þetta snýst um heilsuna þína.

Finndu betri vellíðan

og réttu sokkana

Versla hér

Æðahnútar

Hvernig myndast þeir?
 

Slagæðar flytja blóð frá hjartanu til allra vefja líkamans en bláæðar flytja blóðið til baka frá vefjunum til hjartans. Bláæðar eru bláar að sjá á yfirborði húðarinnar vegna þess að þær innihalda súrefnissnautt blóð. Til þess að koma blóðinu aftur til hjartans þurfa bláæðarnar í fótleggjunum að vinna á móti þyngdaraflinu.

 

Samdráttur vöðva í neðri hluta fótleggja virkar eins og vöðvadæla og þrýstir blóðinu áfram í bláæðunum innan fjaðurmagnaðra veggja þeirra. Við þrýstinginn opnast örfínar æðalokur innan í æðunum en lokast aftur þegar blóð leitar niður aftur og koma þannig í veg fyrir bakflæði þess. Æðahnútar myndast þegar þessi starfsemi truflast.

 

Með hækkandi aldri geta æðaveggir misst fjaðurmagn sitt þannig að þeir verða slappir og gefa eftir í stað þess að hrökkva til baka eftir að hafa þanist út. Afleiðingin getur orðið sú að í stað þess að blóðið berist áfram í átt að hjartanu flæðir það til baka. Blóðpollar myndast þá í æðunum, þær stækka og verða að æðahnútum.

Fyrir kemur að konur fái æðahnúta á meðgöngutímanum. Ástæðan er sú að blóðmagn í líkama þeirra eykst á þessum tíma en um leið minnkar blóðflæði frá fótleggjum í átt að mjaðmagrind konunnar. Þessi breyting á blóðrásinni er til stuðnings vaxandi fóstrinu en hefur þá leiðinlegu aukaverkun að bláæðar í fótleggjum móðurinnar stækka. Æðahnútar koma stundum upp á yfirborðið í fyrsta sinn eða versna seint á meðgöngunni. Þá þrýstir legið meira niður á bláæðarnar í fótleggjum en áður.

Æðahnútar

Hvernig myndast þeir?
 

Slagæðar flytja blóð frá hjartanu til allra vefja líkamans en bláæðar flytja blóðið til baka frá vefjunum til hjartans. Bláæðar eru bláar að sjá á yfirborði húðarinnar vegna þess að þær innihalda súrefnissnautt blóð. Til þess að koma blóðinu aftur til hjartans þurfa bláæðarnar í fótleggjunum að vinna á móti þyngdaraflinu.

 

Samdráttur vöðva í neðri hluta fótleggja virkar eins og vöðvadæla og þrýstir blóðinu áfram í bláæðunum innan fjaðurmagnaðra veggja þeirra. Við þrýstinginn opnast örfínar æðalokur innan í æðunum en lokast aftur þegar blóð leitar niður aftur og koma þannig í veg fyrir bakflæði þess. Æðahnútar myndast þegar þessi starfsemi truflast.

 

Með hækkandi aldri geta æðaveggir misst fjaðurmagn sitt þannig að þeir verða slappir og gefa eftir í stað þess að hrökkva til baka eftir að hafa þanist út. Afleiðingin getur orðið sú að í stað þess að blóðið berist áfram í átt að hjartanu flæðir það til baka. Blóðpollar myndast þá í æðunum, þær stækka og verða að æðahnútum.

Fyrir kemur að konur fái æðahnúta á meðgöngutímanum. Ástæðan er sú að blóðmagn í líkama þeirra eykst á þessum tíma en um leið minnkar blóðflæði frá fótleggjum í átt að mjaðmagrind konunnar. 

 

Þessi breyting á blóðrásinni er til stuðnings vaxandi fóstrinu en hefur þá leiðinlegu aukaverkun að bláæðar í fótleggjum móðurinnar stækka. 

 

Æðahnútar koma stundum upp á yfirborðið í fyrsta sinn eða versna seint á meðgöngunni. Þá þrýstir legið meira niður á bláæðarnar í fótleggjum en áður. Gyllinæð er æðahnútur í eða kringum endaþarmsopið.

Þetta snýst um þig

Finndu betri vellíðu, 
og réttu sokkana

Verslaðu Sokkana Þína Hér